Þann 6.mars síðastliðinn var héldu Samtök íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi ráðstefnu í golfskálanum hjá Golfklúbbnum Keili. Afar góð mæting var en 60 manns sátu fyrirlestrana enda tveir fjölkunnugir vallarstjórar sem voru meðal fyrirlesara. Góðar umræður mynduðust í kringum fyrirlestrana og augljóst að mikil spenna er farin að myndast fyrir sumrinu.

Greame Beatt vallarstjóri Royal Portrush var fyrstur með sitt erindi en hann er búinn að vera önnum kafinn í undirbúningi á Opna Breska golfmótinu sem er haldið á Royal Portrush í sumar. Greame gaf okkur góða innsýn í þau mörgu verk sem hafa verið í gangi og hvað framundan er einnig.

Ole Sams Falkenberg kynnti svo starfsemi DSV en DSV framleiðir fræ fyrir ma. golfvelli og hafa gert síðan 1923.

Arthur Lacomte vallarstjóri Le Golf National í Paris sem hefur bæði haldið Ryder Cup og nú síðast Olympíuleikana í golfi kynnti afar spennandi aðferð með náttúrulegri uppgræðslu af undirlagi en þar sýndi hann okkur hvernig hann hefur blandað náttúrulegum úrgangi saman svo sem trjágróður, gras ofl. og myndað undirlag undir gras svæði.

Á Teams fjarfundarbúnaðinum kynnti svíinn Stefan Carebo okkur fyrir framtíð gervigrasvalla og ýmsum könnunum sem þeir hafa verið að gera en árið 2030 tekur í gildi bann við gúmmíinnfyllingu gervigrasvalla og enn hafa engin önnur efni verið framleidd sem gefa jafn góða útkomu.

Bjarni Þór Hannesson gaf okkur því næst kynningu á uppbyggingu Laugardalsvallar en hann er nú í fullri framkvæmd og mun hann verða í hybrid útgáfu, 5% blanda af gervigrasi og 95% náttúrulegu grasi.

Tomas Satlin hjá ICL gaf okkur góða kynningu á þeirra starfsemi ásamt Atle Revheim Hansen sem kynnti okkur fyrir forriti sínu Better Turf sem heldur utan um verk unnin við golfvallarumhirðu.

Richard Poskitt frá Indigrow kynnti okkur fyrir nýjum vörum og þeirra starfsemi.

Orri Viðarson frá Vinnuvélum ehf kynnti vörulínu Toro og þeirra framtíðarsýn og í lokin kynnti Samuel Ludvigsson slátturobota frá Kress.

 

Stjórn SÍGÍ þakkar meðlimum kærlega fyrir þáttökuna og þakkar samstarfsaðilum fyrir góða þáttöku og flotta fyrirlesara. Eins þökkum við NPK fyrir að bjóða upp á veitingarnar.