Aðalfundur SÍGÍ var haldinn hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í gær 13. febrúar 2025
Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf en það var Steindór Kr. Ragnarsson Formaður SÍGÍ setti fundinn og lagði til Ólaf Þór Ágústsson sem fundarstjóra og Hólmar Frey Christiansson sem fundarritara og var það samþykkt með lófaklappi.
Steindór hóf svo aðalfundarstörf með kynningu á skýrslu stjórnar þar sem var farið yfir hina helstu atburði SÍGÍ á árinu, því næst var það Jóhann Gunnar Kristinsson gjaldkeri SÍGÍ sem fór yfir ársreikninginn fyrir síðasta ár og gaf útskýringar á nokkrum liðum einnig. Skýrslu stjórnar má nálgast hér: Skýrsla Stjórnar SÍGÍ starfsárið 2024
Gert var ráð fyrir tapi á rekstrarárinu 2024 í áætlunum en í heild stendur rekstur SÍGÍ vel og er í góðu jafnvægi. SÍGÍ var 30 ára á árinu og var því gert vel í SÍGÍ fatnaði og ráðstefnu á árinu.
Fundarstjóri bauð næst upp á umræður og kosningu um skýrslu stjórnar og reikningana. Engar athugsemdir komu fram og voru reikningarnir samþykktir samhljóða.
Því næst var kosið til stjórnar og voru tillögur stjórnar eftirfarandi:
Steindór Ragnarsson sem formaður kjörinn til eins árs.
Jóhann Gunnar Kristinsson og Ellert Jón Þórarinsson í aðalstjórn til tveggja ára.
Hólmar Freyr Christiansson og Haukur Jónsson sem varamenn í stjórn til eins árs.
Að lokum var kosning um skoðunarmenn reikninga.
Þar voru í kjöri Steinn Ólafsson og Ágúst Húbertsson.
Tillögur stjórnar voru samþykktar samhljóða.
Einar Gestur Jónasson og Leó Snær Pétursson voru ekki í kjöri í ár og sitja hið minnsta ár í viðbót.
Undir liðnum önnur mál kynnti Jóhann Gunnar Kristinsson gjaldkeri SÍGÍ rekstraráætlun 2025.
Mikið var rætt um hin ýmsu mál og sköpuðust góðar umræður m.a. að stefnt er á endurmenntunarferð til Orlando janúar 2026.