Nú um helgina var glæsileg ráðstefna SÍGÍ haldinn í höfuðstöðvum KSÍ.
Þar voru margir mjög áhugaverðir fyrirlestrar og var ráðstefnan vel sótt af okkar félögum.
Við fengum nokkra mjög góða fyrirlesara frá útlöndum og eins nokkra þrusu góða fyrirlestra frá Íslandi.
Að ráðstefnunni lokinni var haldið í mat í golfskálann á Hvaleyrinni hjá Golfklúbbnum Keili.
Þar sem krýndir voru vallarstjórar ársins bæði fyrir knattspyrnu og golfvelli.
Það var Sigmundur Pétur Ástþórsson hjá FH sem var hlutskarpastur í kjörinu hjá knattspyrnuvöllunum.
Golfvallamegin var það Jóhannes Ármannsson hjá Golfklúbbi Borgarness sem varð hlutskarpastur í kjörinu.
Stjórn SÍGÍ vill nýta þetta tækifæri og óska þeim báðum til hamingju með útnefninguna.