Skýrsla Stjórnar SÍGÍ starfsárið 2022
Stjórn SÍGÍ 2022
Formaður Steindór Kr. Ragnarsson
Aðrir í stjórn eru þeir Einar Gestur Jónasson, Birgir Jóhannsson, Jóhann Gunnar Kristinsson gjaldkeri, Ellert Jón Þórarinsson, Hólmar Freyr Christiansson og Haukur Jónsson.
Haldnir voru um 7 formlegir stjórnarfundir ásamt nokkrum öðrum óformlegum. Flestir fóru fram í gegnum fjarfundarbúnað TEAMS.
Harrogate 2022
Góður hópur SÍGÍ meðlima héldu til Harrogate á BTME véla- og námsráðstefnu BIGGA dagana 20.-24.mars.
SÍGÍ stóð fyrir fyrirlestrum erlendis frá Erwan Le Cocq sem kynnti hans þekkingu og reynslu af notkun sláttuþjóna en hann er einn sá reynslumesti golfvallarstarfsmaðurinn í þeirri notkun.
Tom Stidder hélt einnig fyrirlestur um hans vinnu og hvaða reynslu hann býr að baki. Tom er reynslumikill alhliðavélamaður sem býður upp á fjölbreytta aðstoð varðandi hin ýmsu tæki og í raun allt sem við kemur að golfvallartækjum og umhirðu þeirra.
FEGGA
Aðalfundur FEGGA fór fram á Marbella á Spáni í Apríl þetta árið ásamt árlegu ráðstefnunni sem haldin er af FEGGA. Steindór Kr. Ragnarsson mætti fyrir Íslands hönd og voru aðal umræðuefnin og fundarefnið hinar miklu áskoranir sem herja á golfvallarumhirðu í Evrópu vegna banna á ýmsum hjálpar- og varnarefnum. Þróun golfvallarnáms, umhverfisvæn umhirða og líðan í starfi.
STERF
STERF, Norræni grasvalla- og umhverfisrannsóknasjóðurinn, er sameiginlegur þekkingarbrunnur og rannsóknarvettvangur norrænu golfsambandanna.
STERF hefur gefið frá sér margt efni sem aðgegnilegt er á þeirra heimasíðu www.sterf.org. Mikið efni hefur verið þýtt yfir á íslensku. Þrátt fyrir að efnið sé hugsað fyrir golfvelli er hér margt sem umsjónaraðilar knattspyrnuvalla geta nýtt sér. Nú síðast var efni um:
- Markviss næringargjöf – Fræðslurit
- Markviss næringargjöf – Myndskeið
Vetrarskaðaverkefnið ísbrjóturinn er að klárast á komandi ári og verður það kynnt á vetrarskaðaráðstefnu í Noregi í Nóvembermánuði 2023.
Meistaramót SÍGÍ 2022
Haldið var glæsilegt Meistarmót SÍGÍ í samstarfi við HÁ verslun þar sem 59 manns tóku þátt og er það metþáttaka. Keppt var á frábærum Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.
Óli Þór Júlíusson lék afar vel og var því krýndur SÍGÍ meistari 2022 en fékk 34 punkta.
Eftirtalin fyrirtæki styrktu mótið af myndarskap með ýmsum gjöfum og er þeim færðar bestu þakkir fyrir, án þeirra er alveg ljóst að mótið væri ekki eins glæsilegt og raun ber vitni.
Altis, Askja, Epli, FLUX– vökvun, Grastec, Golfskálinn, Grasavinafélagið, GSÍ, Icelandair, Kjöthúsið, Klettur, KSÍ, Laugar Spa, Mekka, Nói Síríus, Ó Johnson og Kaaber, MHG- verslun, Ormson, Sjóvá, Tandur og HÁ- verslun sem bauð öllum í matinn að eftir golfið.
Auk þess gáfu eftirfarandi golfklúbbar fríspil í verðlaun:
Keilir, GM, Brautarholt, GA, GL, Nesið, Oddur, GKG, Öndverðanes og GR.
Meistaramót SÍGÍ í samstarfi við HÁ verslun
Fyrir hönd stjórnar SÍGÍ
Steindór Kr. Ragnarsson
Formaður SÍGÍ