Dagana 15. Og 16. Febrúar 2019 fer fram ráðstefna á vegum SÍGÍ í golfskálanum hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Á ráðstefnunni verður farið yfir mörg svið sem vallarstjórar þurfa að huga að í dag og fáum við til okkar áhugaverða fyrirlesara sem eru leiðandi í sínu starfi í heiminum.

Meðal fyrirlesara verða.

James Bledge, Vallarstjóri Royal Cinque Ports Golf Club
https://www.royalcinqueports.com/
https://royalcinqueports.wordpress.com/?fbclid=IwAR0fiFszHi- kap201D_6bL1AgaHaIBj_df6mcLneZhtqeQ5pb_42VnJdxfA

William Boogaarts sem starfar hjá fyrirtæki í Hollandi og er leiðandi í notkun vélmenna við hirðu á grasvöllum og opnum svæðum í bæjarfélögum.
https://deenkgroenengolf.nl/

Ágúst Jensson, vallarstjóri St. Leon golfvallarins hjá Golf Club St. Leon-Rot Golfklúbbnum í Þýskalandi
https://www.gc-slr.de/en/

Á föstudeginum munum við velta upp spurningum um gervigrasvellina
sem eru orðnir vinsælir á Íslandi. Þar verður reynt að koma öllum sjónarmiðum á framfæri sem viðkoma gervigrasvöllum eins og t.d. notkunargildi, umhverfis og hagkvæmnissjónarmiðum. Dagurinn endar svo með pallborðsumræðum þar sem málið verður krufið til mergjar.

Ráðstefnunni lýkur á laugardeginum með kvöldverði í golfskála Keilis þar sem vallarstjóri ársins verður valinn.