FEGGA og Kristianstad Golf Club kynna með stolti nám í grasvallafræði.
Í sjávarbænum Åhus sem er í rúmlega klukkutíma aksturfjarðlægð frá Malmö stendur Kristianstads Golf Club, einn af bestu golf svæðum í Svíþjóð og Evrópu. Miklar fjárfestingar í innviðum hafa átt sér stað síðan að völlurinn var keyptur fyrir nokkurum árum. Austur völlurinn var tekinn alveg í gegn og kláruðust þær framkvæmdir árið 2017, stórglæsileg ný vélageymsla var síðan opnuð árið 2019. Á þessu ári munu þeir einnig taka í notkun nýja íþróttamiðstöð. Í framtíðarplön klúbbsins til næstu tveggja ára er að halda Creekhouse Ladies Open á Evrópumótaröð kvenna í september á þessu ári, byggja nýtt klúbbhús og endurhanna hinn völlinn sem þeir eiga Vestur völlinn.
Þá kemur spurningin, viltu vera með? Um er að ræða 6 mánuði af vinnu og fyrirlestrum á þessum magnaða stað.
Allar nánari upplýsingar er að finna í bækling sem hægt er að nálgast með að smella á linkinn hér að neðan