Golfklúbburinn Flúðir auglýsir eftir vallarstjóra í fullt starf.
Golfklúbburinn Flúðir er staðsettur á Selsvelli, Efra-Seli við Flúðir og er 18 holu golfvöllur. Völlurinn þykir í senn krefjandi og í raun eini golfvöllur landsins sem talist getur “Skógarvöllur”.
Hæfniskröfur: Menntun í golfvallafræðum er kostur. Reynsla eða nám sem nýtist í starfi, skipulagshæfni, sjálfstæði við vinnu, færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og metnað til að ná árangri.
Helstu verkefni og ábyrgð
Bera ábyrgð á umhirðu golfvallar, stíga og umhverfis.
Umsjón með vélum og tækjum.
Mannaforráð með sumarstarfsmönnum.
Samskipti við fagaðila og birgja.
Þeir sem hafa áhuga er bent á smella hér https://alfred.is/starf/vallarstjori-golfklubburinn-fludir