Vallarstjóri GKG
Vallarstjóri hefur umsjón með umhirðu, viðhaldi á golfvöllum og öðru umráðasvæði klúbbsins sem og daglegu eftirliti. Tryggir að athafnarsvæði GKG sé alltaf eins og best verður á kosið og framfylgir faglegum vinnubrögðum starfsmanna. GKG er fjölskylduvænn vinnustaður sem vill stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.
Við leitum eftir einstakling sem hefur ástríðu metnað fyrir vallarsvæðum GKG með upplifun viðskiptarvinarins í forgangi.
Helstu verkefni:
- Ber ábyrgð á allri verkstjórn vegna viðhaldi valla GKG
- Sjá um starfsmannahald á Vallarsviði í samstarfi við framkvæmdarstjóra GKG
- Almenn innkaup fyrir Vallarsvið
- Undirbýr velli GKG fyrir mótahald
- Skipulagning verka á hverjum degi
- Tryggir að snyrtimennska sé í hávegum höfð í verkum og frágangi þeirra.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Golfvallarfræðimenntun skilyrði
- Reynsla af vallarstjórn golfvalla
- Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af áætlanagerð
- Stjórnunarhæfileikar og reynsla af vaktstjórn
Svæði félagsins er í landi Garðabæjar annarsvegar og í landi Kópavogs hinsvegar eins og nafnið ber með sér. Vallarstæðið er í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða í Garðabæ og í Leirdal ofan við Salahverfi í Kópavogi.
Til stendur að taka æfingasvæði klúbbsins til gagngerrar endurnýjunar. Æfingasvæðið er stórt og öll önnur aðstaða til golfiðkunar á svæði klúbbsins með því sem besta sem gerist á landinu. Um 2.000 félagar eru nú í GKG og mikið af þeim fjölda eru börn og unglingar. GKG telur flest ungmenni yngri en 16 ára af öllum golfklúbbum á landinu og er það mikið ánægjuefni að hafa úr svo miklum efnivið að moða til framtíðar.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 22. október n.k.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Nánari upplýsingar veita Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.
Til að sækja um starfið er hægt að smella hér