Aðalfundur SÍGÍ 2015, verður haldinn í Vörninni, sal KSÍ á þriðju hæðinni í Laugardalnum, föstudaginn 13. febrúar 2015 kl: 15:30
Málefni fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf.
- Stjórn leggur fram meðlimalista sem tilgreini kjörgengi og kosningarétt.
- Dagskrá aðalfundarins lögð fram.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar lögð fram.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
- Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagðar fram tillögur um breytingu laga og reglugerða og þær bornar undir atkvæði.
- Stjórn leggur fram tillögu um árgjöld og þær bornar undir atkvæði.
- Kosning stjórnar og varamanns í stjórn skv. 7. gr.
- Kosning tveggja endurskoðenda skv. 7. gr.
- Önnur mál
Fyrir fundinum liggur tillaga um að árgjald fyrir árið 2015 verði óbreytt. Mikilvægt er að sem flestir mæti og sýni stuðning sinn við félagið í verki.
Reykjavík 28. janúar2015.