Aðalfundur SÍGÍ fyrir starfsárið 2019 fór fram 28.febrúar síðastliðinn í húsakynnum KSÍ. Rúmlega 20 manns mættu og var Ólafur Þór Ágústsson kosinn fundarstjóri og Hólmar Christiansson ritari. Steindór Kr. Ragnarsson formaður SÍGÍ fór yfir liðið ár hjá félaginu og Jóhann G. Kristinsson gjaldkeri SÍGÍ fór yfir reikninga félagsins. Rekstur félagsins á árinu var samkvæmt áætlun.

 

Stjórn SÍGÍ árið 2019 var skipuð þeim: Steindór Kr. Ragnarsson formaður, Jóhann G. Kristinsson, Einar Gestur Jónasson, Birgir Jóhannsson og Ellert Jón Þórarinsson. Varamenn voru Haukur Jónsson og Hólmar Christiansson.

 

Kosnir voru í stjórn SÍGÍ fyrir 2020: Steindór Kr. Ragnarsson formaður til eins árs, Birgir Jóhannsson og Einar Gestur Jónasson til tveggja ára. Haukur Jónsson og Hólmar Christiansson voru kosnir varamenn til eins árs.

Aðrir stjórnarmenn sem ekki voru í kjöri og eru að sitja sitt seinna ár í stjórn eru Jóhann G. Kristinsson og Ellert Jón Þórarinsson.

 

Kynnt voru úrslit í kjöri vallarstjóra ársins 2019. Darren Farley vallarstjóri Grafarholtsvallar var kjörinn vallarstjóri ársins og óskum við honum til hamingju með þau verðlaun. Í flokki knattspyrnuvalla var það Sigmundur Pétur Ástþórsson vallarstjóri Kaplakrika sem hlaut verðlaunin vallarstjóri ársins í flokki knattspyrnuvalla og óskum við honum einnig til hamingju með þau verðlaun. Hvorki Darren né Sigmundur áttu möguleika á að vera á fundinum og verður þeim því afhent verðlaunin á næsta fyrirlestri SÍGÍ við athöfn.

 

Að loknum aðalfundi kynnti Edwin Roald rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Carbon Par, sem ætlað er að meta bindingu kolefnis í slegnu grasi, en liður í því er mat á kolefnisstöðu allra íslenskra golfvalla út frá landnýtingu.