Meistaramót SÍGÍ 2024 í samstarfi við HÁ verslun

Síðastliðinn fimmtudag var haldið glæsilegt golfmót þar sem 52 tóku þátt og 60 manns voru í matnum. Keppt var á frábærum velli GM í Mosfellsbæ. Veðurguðirnir fóru bara vel með keppendur, sem léku fínt golf á frábærum velli í logni og smá úði í restina. Vel var veitt að venju, Collab, súkkulaði og snúðar í teiggjöf, grillpylsur á 11. teig og ljósmyndarinn keyrði svo um með fljótandi næringu, nammi og aðra drykki.

Birgir Jóhannsson lék afar vel á 37 punktum og var því krýndur kampakátur SÍGÍ meistari 2024.  Í öðru sæti var Einar Már Hjartarson með 37 punkta og í þriðja sæti var Daniel Sam Harley á 37 punktum.

Eftirtalin fyrirtæki styrktu mótið af myndarskap með ýmsum gjöfum og er þeim færðar bestu þakkir fyrir, án þeirra er alveg ljóst að mótið væri ekki eins glæsilegt og raun ber vitni.

Altis, Askja, Epli, FLUX- vökvun, Golfskálinn, Grasavinafélagið, Grastec, GSÍ, Íslansk Ameríska, Kjöthúsið, KSÍ,Mekka, MHG, Nói Síríus, Ormson, Ó Johnson og Kaaber, Sjóvá, Vodafone, Ölgerðin og 66° og HÁ- verslun sem gaf nándarverðlaun og bauð öllum í matinn að eftir golfið.

 

Auk þess gáfu eftirfarandi golfklúbbar fríspil í verðlaun:

Brautarholt, Flúðir, GA, GKG, GRGM, GN, KeilirODDUR,

 

 

Meistaramót SÍGÍ í samstarfi við HÁ verslun

 

Verðlaun hlutu eftirtaldir en leiknar voru 18 holur:

Næst holu á  3. br.             Sigurþór Jónsson 2,42

Næst holu á  4. br.             Gunnar Páll Pálsson 2,08

Næst holu á  7. br.             Ólafur Þór Ágústsson 1,44

Næst holu á  15. br.           Davíð Hreiðarsson 2,18

Næst holu á  18. br.           Árni Þór Árnason 1,35

Lengsta dræf á  8. br.         Vikar Jónasson

Besta skor:                         Helgi Dan Steinsson á 68 höggum (-3).

  1. sæti með forgjöf            Daniel Sam Harley á 37 punktum.
  2. sæti með forgjöf            Einar Már Hjartarson á 37 punktum.
  3. sæti með forgjöf            Birgir Jóhannssoná 37 punktum og “SÍGÍ meistari”.

 

Bjarna Hannessyni vallarstjóra og Ágústi Jenssyni framkvæmdastjóra voru færðar þakklætisgjafir fyrir höfðinglegar móttökur og lán á frábærum velli og vallarstarfsmönnum einnig þakkað þeirra hlutverk.

 

Keppnisgjald var kr.  7.200.  Umsjónarmaður mótsins var Jóhann G. Kristinsson og var mótið skráð í Golfbox.

 

Í 1. sæti með forgjöf er farandbikar SÍGÍ og síðan gjafir frá fyrirtækjum í öll önnur verðlaun.

 

Myndir frá mótinu verða svo á myndasíðunni okkar http://sigi.123.is