Staða Vallarstjóra Golfklúbbs Öndverðarness
Golfklúbbur Öndverðarness auglýsir lausa stöðu vallarstjóra Golfklúbbs Öndverðarness.
Leitað er eftir sjálfstæðum og öflugum einstakling til að leiða viðhald og áframhaldandi uppbyggingu Öndverðarnesvallar.
Vallarstjóri ber ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu vallarins og hans umhverfi, vélakosts klúbbsins, vélageymslu og starfsmannahaldi.
Golfklúbbur Öndverðarnes er framsækinn klúbbur með um það bil 700 meðlimi. Nýverið fjárfesti klúbburinn í sláttur-robotum sem sinna öllum slætti á öllum brautum og röffi vallarins, og mun sú þróun halda áfram næstu árin. Flestar flatir vallarins eru búnar vökvunarkerfi og gert er ráð fyrir að halda áfram með þróun vökvunarkerfisins næstu árin.
Umsóknir berist í gegnum Alfred.is og er umsóknarfrestur út 10. nóvember 2024.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni
- Skiplagning á viðhaldi vallarins og verkefnastjórn
- Gerð framkvæmdaáætlunar í samstarfi við vallarnefnd
- Skipulagning daglegs viðhalds og framkvæmda
- Öll innkaup fyrir gofvöll
- Ráðningar sumarstarfsmanna og umsjón með þeirra starfi
Menntunar- og hæfniskröfur
Hæfniskröfur
- Menntun í viðhaldi golf – og grasvalla
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Sjálfstæði og metnaður í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni
- Þekking á viðhaldi véla og tækja
- Reynsla af mannahaldi æskileg
- Vinnuvélaréttindi
Allar umsóknir berist í gegnum Alfred.is
https://alfred.is/starf/stada-vallarstjora-golfklubbs-oendverdarness