Afmælisráðstefna Samtaka íþrótta – og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, fór fram dagana 7.-8. mars 2024 og en ráðstefnan fór fram í aðstöðu Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal í Reykjavík.

Metaðsókn var á ráðstefnuna en um 60 manns mættu á fimmtudeginum og sami fjöldi mætti á föstudeginum. Ráðstefnan var vel mönnuð en margir af eftirsóttustu fyrirlesurum í golf – og fótboltageiranum voru með fyrirlestra – en alls voru 15 erlendir fyrirlesarar á þessari ráðstefnu.

Mikil ánægja var meðal þátttakenda sem fylgdust grant með málum og mynduðust margar og góðar umræður yfir ráðstefnudagana.

Myndir af ráðstefnunni er hægt að sjá á síðunni okkar www.sigi.123.is

Stjórn SÍGÍ vill koma þakklæti til samstarfsaðila sinna sem studdu ráðstefnuna með myndarlegum hætti, hæst ber að nefna þar HÁ Verslun, Grastec og KSÍ.